Póstlisti
Prenta

Ný heimasíða í loftið.


Unnið er uppsetningu á nýju útliti á hellissadur.is.  Gagngerum endurbótum á síðunni mun væntanlega ljúka fyrir 1. nóvember n.k.  Okkur vantar nýtt efni til að fríska upp á síðuna.  Ef þú lumar á einhverju fróðlegu eða skemmtilegu, endilega sendu pósta á haukurmar@simnet.is


Með bestu kveðju  Haukur Már og Pálmi Almars.


 

 

Nú eru öll myndasöfn sem voru á forsíðunni áður, komin á einn stað, undir flipanum Myndasafn hér til vinstri.

Hér fyrir neðan má sjá frábærar myndir sem Sveindís Almarsdóttir kom með í farteskinu á Sandaragleðina. Ég skannaði myndirnar inn og setti inn texta við þær eftir bestu getu.  Auðvitað eru einhverjar villur í þessu og eitthvað af nöfnum vantar, en þá kemur til ykkar kasta að senda mér tölvupóst með leiðréttingum á hellissandur@hellissandur.is

Núna eru komnar inn myndir frá Sandaragleði 2010 og   einstakar myndir úr myndasafni  Magneu H. Sörensdóttur frá Túnbergi.

Myndir frá Steinþóru Fjólu Jónsdóttur sem teknar voru á myndavél sem hún fékk í fermingargjöf og tók hún þá um sumarið koma inn innan tíðar sem og myndir frá Hansa á Selhól og Jóni Snæland mági hans.

Endilega verið dugleg við að kíkja í hirslur og albúm til að finna gamlar heimildir og myndir til að senda mér.  Nú get ég flutt yfir myndir af spólum af nær öllum gerðum nema gömlu 8mm hljóðlausu filmurnar.  En við erum að reyna að finna hagstæða lausn á því vandamáli.

Sendu mér myndir ég skanna þær eða yfirfæri á digital og þú færð fullunnið eintak til baka á geisladiski þér að kostnaðarlausu að því tilskyldu að hellissandur.is fá fullan afnotarétt af myndunum til birtingar og sýninga

 

Hér er fróðlegt skjal sem Pálmi Almars sendi mér.  Lög um sölu jarða í Neshreppi utan Ennis.

Ný myndaalbúm.

  Myndir frá Sveindísi Almarsdóttur sett inn 25. júlí 2010

 Myndasafn Magneu H. Sörensdóttur  sett inn 26.júlí 2010.  Þessar einstöku myndir ásamt skýringartextum sendi Gerður Guðmundsdóttir, dóttir Magneu, til mín fyrir Sandaragleðia 2010.  Myndirnar voru hluti af sýningu sem var á Hótel Hellissandi þá helgi.  Mig langar að þakka Gerði sérstaklega fyrir þetta framtak hennar og vondandi verður það öðrum hvatning til jafn góðra verka.

Myndir úr Fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar frá 1985 og 1986

Sandaragleði 2010, sett inn 27. júlí 2010 (því miður mistókust myndirnar meira og minna, vélin bilaði þegar verst lét, en hér er það sem náðist þokkalega á mynd.)

 

Fréttablaðið Nestíðindi

Í eina tíð var gefið út fréttabréf í Neshreppi sem bar heitið Nestíðindi.  Öll útgefin eintök af blaðinu fundust í fórum Jóns Sigurðssonar á Gufuskálum sem var einn af aðstandendum blaðsins.  Nú eru öll blöðin aðgengileg lesendum vefjarins undir:   Fróðleikur/Nestíðindi.

Ef þið eigið einhver gömul blöð frá Neshreppi væri vel þegið að fá þau send til að geta birt þau á vefnum.  Netfangið er hellissandur@hellissandur.is og heimilisfangið er Haukur Már Sigurðarson, Brunnum 18, 450 Patreksfirði.

kveðja Haukur Már

Google